REITIR: Tilkynning um kaup á eigin bréfum í sam
Post# of 301275
Í 33. viku 2018 keypti Reitir fasteignafélag hf. 1.122.203 eigin hluti fyrir 90.851.713 kr. eins og hér segir:
Dagsetning | Tími | Keyptir hlutir | Viðskipta- verð | Kaup- verð | Eigin hlutir eftir viðskipti |
13.8.2018 | 13:56 | 200.000 | 78,95 | 15.790.000 | 15.577.797 |
14.8.2018 | 10:20 | 200.000 | 78,95 | 15.790.000 | 15.777.797 |
15.8.2018 | 14:51 | 200.000 | 79,00 | 15.800.000 | 15.977.797 |
16.8.2018 | 10:58 | 50.000 | 80,50 | 4.025.000 | 16.027.797 |
16.8.2018 | 14:40 | 150.000 | 81,5 | 12.225.000 | 16.177.797 |
17.8.2018 | 10:04 | 200.000 | 84,6 | 16.920.000 | 16.377.797 |
17.8.2018 | 10:10 | 122.203 | 84,3 | 10.301.713 | 16.500.000 |
Samtals | 1.122.203 | 90.851.713 |
Endurkaupaáætlun Reita fasteignafélags hf., sem tilkynnt var um í Kauphöll þann 22. mars 2018, er nú lokið og hefur áætlun félagsins um kaup á eigin bréfum verið náð.
Samkvæmt áætluninni máttu endurkaup félagsins nema allt að 16.500.000 hlutum og heildarkaupverð mátti ekki nema hærri fjárhæð en 1.500 milljónum króna. Endurkaupaáætlunin var í gildi til 31. janúar 2019 nema öðru hvoru framangreindra marka yrði náð áður. Félagið hefur nú keypt samtals 16.500.000 hluti fyrir samtals 1.416.574.456 kr. og er því framangreindu marki um fjölda keyptra hluta náð. Reitir eiga nú samtals sem nemur 2,34% af heildarhlutafé félagsins.
Endurkaupaáætlunin var framkvæmd í samræmi við ákvæði hlutafélagalaga nr. 2/1995 og viðauka við reglugerð um innherjaupplýsingar og markaðssvik, nr. 630/2005.
Nánari upplýsingar veitir: Einar Þorsteinsson, fjármálastjóri, á netfanginu einar@reitir.is eða í síma 669 4416.