(Total Views: 75)
Posted On: 08/31/2018 12:30:19 PM
Post# of 301275

Breyting á framkvæmdastjórn
Ákveðið hefur verið að gera breytingar á markaðs- og sölustarfi HB Granda. Brynjólfur Eyjólfsson lætur af starfi framkvæmdastjóra markaðssviðs félagsins í dag og eru honum þökkuð vel unnin störf við uppbyggingu á öflugu markaðsstarfi félagsins á undanförnum árum. Guðmundur Kristjánsson, forstjóri félagsins tekur við stjórn sviðsins á meðan endurskoðun á markaðs- og sölustarfi félagsins stendur yfir.

